Háski
Ís & Eldur

Ís & Eldur

November 26, 2020

Í þætti dagsins heyrum við um fyrsta óstudda leiðangurinn yfir Suðurskautið árið 1992. Við förum svo beint úr frostinu og ísnum yfir í sjóðandi hitann á Hawaii. Getur maður lifað af að hrapa ofan í eldfjall? Við komumst að því! 
Þessi þáttur er sá síðasti fyrir jól en ég er farin í jólafrí - fyrir ykkur sem viljið fleiri þætti bendi ég á www.patreon.com/haski 

Jólaknús - U

Endurance leiðangurinn : Háski á Suðurskautinu

Endurance leiðangurinn : Háski á Suðurskautinu

November 19, 2020

Í þætti dagsins heyrum við um leiðangur Sir Ernest Shackleton á Suðurskautið. Skipið The Endurance og áhafnarmeðlimir þess þurfa að berjast við að halda lífi í aðstæðum sem fáir aðrir hafa eða munu upplifa. 

Styrktaraðilar þáttanna eru : Blush.is & PreppUp

 

Instagram :haskipodcast

Eyðieyju Háski & leynigestur

Eyðieyju Háski & leynigestur

November 13, 2020

Í þætti dagsins heyrum við um veiðiferð sem fór já, algjörlega til helvítis. Það er ekki það eina sem við munum heyra um í dag en það kemur leynigestur í þáttinn sem segir okkur "Háska" sögu. Í þætti dagsins er mikið fíflast, mikið grín en ekkert sprell. Endilega fylgjið haskipodcast á Instagram. Ef þið viljið fleiri þætti & styrkja Samferða góðgerðasamtök kíkið inn á www.patreon.com/haski 
Þáttur dagsins er í boði blush.is & Preppup

Columbine skotárásin

Columbine skotárásin

November 5, 2020

Þann 20. Apríl 1999 gengu Eric Harris og Dylan Klebold inn í Columbine skólann með töskur fullar sprengiefnum og byssum. Planið var að drepa samnemendur sína og valda sem mestum skaða. 
Hvað gerðist inn í skólanum? Hverjir eru Eric Harris og Dylan Klebold? Hvernig var lífið eftir skotárásina? Hvernig var að vera Columbine fórnarlamb? 
Í þætti dagsins förum við yfir þetta og meira til. 

Endilega subscrib-ea og rate-a þáttinn og fylgja haskipodcast á Instagram og vera með í Háski Podcast grúbbunni. 
Styrktaraðilar þáttarins eru Blush.is, Preppup & IceHerbs. 

 

Glæpa Háski

Glæpa Háski

October 29, 2020

Gleðilega hrekkjavöku. Í dag ætlum við að taka fyrir glæpamál, heyra um glæpi sem gerst hafa á Hrekkjavökunni og dettum í smá reddit sögur líka. 

Munið að fylgja @haskipodcast á Instagram 
Rate-a og subscribe-a á þeim veitum sem þið eruð að hlusta á. 

Bland í poka Háski!

Bland í poka Háski!

October 23, 2020

Komiði blessuð og sæl - í þætti dagsins förum við um víðan völl. Já krakkar mínir, það er samtíningur! Þá segi ég ykkur frá hinum ýmsu málum sem vekja áhuga minn, og vonandi ykkar! 
Endilega munið að rate-a og subscribe-a þáttinn, fylgja haskipodcast á Instagram og vera með í Háski Podcast á Facebook. 

Háski er í boði Blush.is, Preppup & IceHerbs.

 

Fyrir ykkur sem viljið meira : www.patreon.com/haski

Immaculée Iligabiza : Að lifa af þjóðarmorðið í Rwanda Partur 2

Immaculée Iligabiza : Að lifa af þjóðarmorðið í Rwanda Partur 2

October 16, 2020

Í þætti dagsins fáum við að heyra part 2 af sögu Immaculée Iligabiza. 

Endilega munið að subscribe-a á þeim veitum sem þið eruð að hlusta á, fylgja haskipodcast á instagram og vera með í Háski Podcast hópnum á Facebook. 

Háski er í boði Preppup, Blush.is og IceHerbs

Immaculée Iligabiza : Að lifa af þjóðarmorðið í Rwanda

Immaculée Iligabiza : Að lifa af þjóðarmorðið í Rwanda

October 8, 2020

Árið 1994 var 800.000 þúsund einstaklingum af Tútsa ætt slátrað í Rwanda. Það er rétta orðið þar sem að menn hökkuðu fólk í bita með sveðjum sínum. Menn snérust gegn hvor öðrum og engu máli skipti þó fólk hafi alist upp saman. Tútsar skyldu allir deyja. Immaculée Iligabiza er ein þeirra sem lifði þjóðarmorðið í Rwanda af og í þætti dagsins heyrum við magnaða sögu hennar. 

Endilega subscribe-ið og rate-ið þáttinn á þeirri veitu sem þið eruð að hlusta á. 

Verið með á instagram @haskipodcast og í Háski Podcast grúbbunni á Facebook.

Þátturinn er framleiddur í boði Blush.is & IceHerbs. 

Feðgin í Háska

Feðgin í Háska

September 25, 2020

Í þætti dagsins fáum við að heyra frá örlagaríkum ferðum sem upphaflega voru farnar til að styrkja tengsl föður og dóttur og njóta saman. 

Áskriftarþáttur : Auschwitz

Áskriftarþáttur : Auschwitz

September 23, 2020

Halló Halló! Mig langar að kynna fyrir ykkur áskriftarleið Háska og gefa ykkur smá sneak peak inn í hvað er í boði þar. Þátturinn sem þið heyrið í dag fjallar um Auschwitz útrýmingarbúðirnar.

 

Til að skrá sig í áskrift farið þið inn á www.patreon.com/haski þar eru fleiri þættir og kemur nýr pakki 1.Október. 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App